Öryggi og fagmennska!

Íslenskt byggingarfyrirtæki skipað öflugum og hæfileikaríkum Portúgölum sem flestir hafa unnið á Íslandi frá árinu 2017 við góðan orðstír.

Um Okkur

Serra hefur á að skipa reyndum verkfræðingum sem vinna eftir norsku gæða- og öryggiskerfi við stjórnun verkefna, öflugum mótasmiðum og járnamönnum sem starfa að uppsteypuverkefnum sem og góðum trésmiðum sem sérhæfa sig í innanhússmíði, gluggaísetningum og klæðningu. Þá má ekki gleyma múrurunum okkar sem eru snillingar í flísalögnum og harðduglegum verkamönnum sem styðja við iðnaðarmennina okkar.

Öryggismál

Serra leggur mikla áherslu á virkan öryggisanda innan fyrirtækisins þar sem markmiðið er að allir komi heilir heim eftir vinnu. Fyrsta verk nýrra starfsmanna er að sitja námskeið í öryggismálum sem síðan er reglulega fylgt eftir. Starfsmenn fyrirtækisins hefja ekki störf á verkstað nema þeir séu útbúnir traustum, viðeigandi öryggisbúnaði sem þeir hafa fengið þjálfun í að nota. Brot á öryggisreglum eru ekki liðin.

Gæðamál

Serra leggur metnað í að fagmennska og gæði einkenni framkvæmdir fyrirtækisins þar sem með stöðugri samvinnu við verkaupa sé tryggt að kröfur þeirra og þarfir séu uppfylltar. Daglegar framvinduskýrslur verkefnastjóra þar sem allir verkþættir eru skráðir og myndaðir, frávik og lausnir vegna þeirra tilgreind og tillögur að breytingum á verkferlum lagðar fram ef þörf þykir, er mikilvægt verkfæri í gæðavinnu Serru.

 

Starfsmenn og yfirstjórn

responsive devices

Verkefni sem starfsmenn Serru ehf hafa komið að:

Helstu samstarfsaðiljar Serru ehf eru Jáverk ehf.  og Eykt ehf. .Einnig hefur fyrirtækið unnið að verkefnum meða annars með ÞG verki, Sérverki,  Stálbyggingum ehf og Hafnareyri ehf.

• Krónubúðin Arnarneshæð
• IKEA blokkin
• Innnes vörugeymslur og skrifstofur við Korngarða
• Stúdentaíbúðir HR við Öskjuhlíð
• Innismíði á Höfðatorgi
• Skrifstofuhúsnæði EFLU
• Hótel við Bláa lónið
• Miðbærinn á Selfossi
• Hjúkrunaríbúðir við Sléttuveg
• Íbúðir í Hveragerði
• Viðbygging við Sunnulækjaskóla
• Innréttingar í Dalskóla
• Leiguíbúðir fyrir Bjarg íbúðafélag við Bátavog
• Innréttingar í Stapaskóla í Reykjanesbæ
• Brú yfir ánna Fullsæl í Biskupstungum 

• Viðbygging við Álftanesskóla
• Verslunarhúsnæði á Selfossi
• Íbúðablokk á Selfossi
• Brú við Sultartanga
• Póstmiðstöð Stórhöfða
• Tennishöllin í Kópavogi
• Landhótel í Landsveit
• Innismíði skrifstofuhúsnæðis við Vallarkór
• Innismíði í Urðarholtsskóla
• Innismíði í Bjargarblokk í Urðarbrunni
• Centerhótel á Laugarvegi/Snorrabraut
• Hjúkrunarheimili og leikskóli á Selfossi
• Heilsárshús að Kjarnholtum
• Endurbætur á húsnæði Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum
• Ýmis smærri verkefni á höfuðborgarsvæðinu

  • Samstarfsaðilar

    Samstarfsaðilar

    Jáverk

  • Samstarfsaðilar

    Samstarfsaðilar

    Byggingarfélagið Eykt

  • Samstarfsaðilar

    Samstarfsaðilar

    Stálbyggingar ehf.

  • Samstarfsaðilar

    Samstarfsaðilar

    Hafnareyri ehf.

  • Samstarfsaðilar

    Samstarfsaðilar

    Sérverk ehf.

  • Samstarfsaðilar

    Samstarfsaðilar

    ÞG verk ehf.

Skrifstofur

Serra ehf er með skrifstofur sínar að Hlíðasmára 19 í Kópavogi þar sem yfirstjórn fyrirtækisins starfar.

Serra rekur einnig skrifstofu í bænum Marco de Canaveses í Portúgal. Skrifstofan þar sinnir þörfum starfsmanna Serru þegar þeir þurfa á stuðningi að halda í Portúgal, undirbýr ráðningarsamninga nýrra starfsmanna og sér um nauðsynleg samskipti við aðilja þar í landi.

responsive devices